Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

18. október 2019

Fulltrúaráð skoðar mögulegar aðgerðir

Kraftmikill fundur fulltrúaráðs ræddi stöðuna í kjaramálum í vikunni og mikill hugur var í fólki. Þetta var fyrsti fundur ráðsins en hann sóttu 90 manns. Farið var yfir stöðuna í kjaraviðræðunum en eins og kunnugt er eru viðræður við þrjá stærstu viðsemjendur félagsins á borði ríkissáttasemjara. Skipt var upp vinnuhópa á fulltrúaráðsfundinum þar sem ítarlega var fjallað um áherslur félagsins um styttingu vinnuvikunnar og mögulegar aðgerðir framundan ef samningar nást ekki fljótlega. Margar góðar tillögur komu fram og ljóst er að fulltrúaráðið er tilbúið til aðgerða og alls staðar þar sem málin eru rædd innan félagsins er fólk sammála um að ekki komi til greina að hrófla við neysluhléum í tengslum við styttingu vinnuvikunnar.
Sérstakur gestur fundarins var Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra sem fjallaði m.a. um aðgerðir ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum og nauðsyn vitundarvakningar um umhverfismál. Það var vel við hæfi því í lok fundarins tók ráðið ákvarðanir um starfandi nefndir félagsins fyrir næstu árin og ein þeirra er einmitt umhverfisnefnd.
Fulltrúaráð er kosið af trúnaðarmönnum auk þess sem í því sitja formenn og fulltrúar deilda auk stjórnar Sameykis. Ráðið mun hittast mánaðarlega yfir vetrartímann og fjalla um það sem efst er á baugi hverju sinni auk annarra skyldubundinna verkefna.

  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd