23. október 2019
Kjaraviðræður við Reykjavíkurborg
Viðræður milli Sameykis og Reykjavíkurborgar héldu áfram í eftirmiðdaginn í gær. Þar fóru aðilar yfir sínar áherslur með ríkissáttasemjara sem þegar hefur fengið þau gögn sem liggja fyrir eftir 16 fundi. Ákveðið var að skipa í tvo vinnuhópa til þess að vinna að ákveðnum verkefnum og munu þeir hópar hittast á fundi á morgun. Síðan verður næsti fundur með ríkissáttasemjara 31. október.