24. október 2019
Um gang kjaraviðræðna
Fulltrúar Sameykis hafa fundað stíft síðustu daga með viðsemjendum sínum. Í gær var fundað með Isavia lungað úr deginum. BSRB fundaði auk þess með samninganefnd ríkisins þar sem farið var yfir leiðir til styttingar vinnuvikunnar. BSRB hélt einnig fund með baklandinu í eftirmiðdaginn í gær þar sem hugur var í fólki.
Í dag halda áfram fundir með samninganefndum Sameykis og ríkisins undir stjórn Ríkissáttasemjara. BSRB mun einnig funda með ríkinu undir stjórn Ríkissáttasemjara.