4. nóvember 2019
Áfanga náð í viðræðum
Eftir hálfs árs kjarasamningsviðræður og stranga samningafundi BSRB og ríkisins hafa samningsaðilar nú loks náð samkomulagi um drög að tillögum er varða styttingu vinnuvikunnar fyrir dagvinnufólk. Það má því segja að viðræðurnar þokist hægt í rétta átt, en þó á enn eftir að ná samkomulagi um styttingu vinnuvikunnar hjá vaktavinnuhópunum. Sömu tillögur eru nú einnig ræddar við Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga. Stór hluti félagsmanna aðildarfélaga BSRB er vaktavinnufólk og sá hluti samkomulagsins er því afar mikilvægur fyrir okkur. Enn á eftir að ræða nánar jöfnun launa á vinnumarkaði sem einnig er sameiginlegt baráttumál aðildarfélaganna og hluti af eldra og víðtækara samkomulagi.