Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

4. desember 2019

Atvinnubílstjórar hjá Strætó stofna deild

Samkvæmt lögum Sameykis er heimilt að stofna sérstakar deildir innan félagsins til að vinna að hagsmunum þeirra
sem vinna skyld og samskonar störf sem krefjast hliðstæðrar menntunar. Miðvikudaginn 20. nóvember 2019 var
stofnuð sérstök fagdeild innan Sameykis fyrir bílstjóra Strætó. Samkvæmt starfsreglum deildarinnar mun hún beita
sér fyrir eftirfarandi viðfangsefnum:

• Að efla vægi aukinna ökuréttinda og fá þau metin til ábyrgðar og launa.
• Gæta í hvívetna hagsmuna félagsmanna.
• Halda uppi kynningar - og félagsstarfi með deildarfélögum.
• Vinna að því að deildarfélögum bjóðist fjölbreytt tækifæri í gegnum símenntun og þátttöku í félagsstarfi á vegum
deildarinnar og Sameykis.

Á stofnfundinum var kosin fyrsta stjórn deildarinnar en hana skipa, Pétur Karlsson formaður, Jónas Jakobsson,
Guðbjörg Sigurðardóttir og Ágústa Sigurðardóttir.