7. janúar 2020
Samningaviðræður í fullum gangi - nú verður reynt til hins ítrasta
Samninganefndir Sameykis eru komnar á fullt aftur eftir stutt jólahlé. Þegar hefur verið fundað með Reykjavíkurborg og fjölmargir fundir eru fyrirhugaðir í vikunni með fleiri viðsemjendum.
Á fundunum framundan munum við reyna til hins ítrasta að ná samningum og meta hvort við þurfum að grípa til aðgerða. Eins og allir sem fylgst hafa með viðræðunum vita hafa þær tekið skammarlega langan tíma og vinnubrögð viðsemjenda ekki verið til mikillar fyrirmyndar. Eftir næstum 10 mánaða samningalotu höfum við einungis náð hænuskrefum í átt að samningum. Eins og áður sagði munu fundir næstu daga skera úr um það hver næstu skref verða. Boðað hefur verið til fjölmenns trúnaðarmannafundar síðar í mánuðinum þar sem kjaramálin og mögulegar aðgerðir munu verða meginumræðuefnið og þá munu viðræðu- og samninganefndir einnig funda á næstu dögum.