Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

10. janúar 2020

Baráttan fyrir betri kjörum - vinnustaðafundir

Verið er að skipuleggja vinnustaðafundi á nokkrum stærstu vinnustöðunum þar sem Sameyki á félagsfólk. Markmiðið er að ræða um stöðuna í kjarasamningsviðræðunum og mögulegar aðgerðir framundan. Auk vinnustaðafundanna mun einnig boðið til opins félagsfundar á Grettisgötu 89, sem verður nánar auglýstur síðar. Við hvetjum allt okkar fólk til þess að mæta á fundina og taka þátt í baráttunni fyrir bættum kjörum.

Athugið að enn er verið að festa niður fundi svo endilega fylgist með í viðburðum hér neðar á síðunni. Þeir fundir sem þegar hafa verið skipulagðir eru eftirfarandi: 

Landspítali:

    15. jan. Hringbraut, kl. 15:00
    20. jan. Fossvogur, kl. 15:00
    21. jan. Kleppur kl, 16:00

Reykjavíkurborg - Höfðatorg

16. jan. Höfðatorg, kl. 9:00

Ársel Rofabæ 30

    16. jan. kl.  17:15   

Skatturinn

     20. jan. Laugavegi 166, kl. 08:00 - Fundinum verður streymt á flestar starfsstöðvar Skattsins gegnum fjarfundabúnað.

Tryggingastofnun

21. jan. Hlíðasmára 11, kl. 8:30