24. janúar 2020
Námskeið á Norðurlandi og Vestfjörðum fyrir félagsmenn
Sameyki í samstarfi við Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Farskóla Norðurlands vestra, Símey, Ölduna, Samstöðu, Kjöl og Einingu Iðju býður upp á námskeið á vorönn 2020 félagsmönnum að kostnaðarlausu. Á Ísafirði verða haldin námskeiðin Svefnvandi og hugræn atferlismeðferð (HAM), Öryggi í samskiptum með aðferðum HAM, Súrdeigsbakstur og Fjölbreyttari og virkari fundir. Á Norðurlandi verða haldin námskeiðin Matur frá Miðausturlöndum, Að varða veginn – verður 2020 þitt besta ár? ásamt námskeiðinu Grunnatriði hjóla og hjólreiða! Einnig er stefnt að því að bjóða upp á námskeiðið Húmor, gleði og hamingja með Eddu Björgins en það er í vinnslu.
Nánari upplýsingar um ofangreind námskeið má finna hér.Einnig býður Fræðslusetrið Starfsmennt upp á tvö námskeið á Ísafirði, eitt á Akureyri og eitt Húsavík ásamt ýmsum vefnámskeiðum sem hægt er að stunda hvar og hvenær sem er:
- Office 365, 13. feb. kl. 9-16, Suðurgötu 12, Ísafirði
Skráning og nánari upplýsingar hér. - Tölvuöryggi, 14. feb. kl. 9-12, Suðurgötu 12, Ísafirði
Skráning og nánari upplýsingar hér. - Verkefnastjórnun, 27. feb. kl. 10.30-14.30, Hafnarstétt 3, Húsavík
Skráning og nánari upplýsingar hér. - Betri skilningur og bætt samskipti, 15. apríl kl. 13-16, Þórsstíg 4, Akureyri
Skráning og nánari upplýsingar hér. - Finna má vefnámskeiðin hér inn á milli í flokknum nám fyrir alla.