27. janúar 2020
Blað í pósti
Rjúkandi nýtt blað Sameykis er á leiðinni til félagsmanna í pósti. Blaðið er í þynnra lagi vegna anna við kjarasamninga og vinnufundi, en efnið er engu að síður mikilvægt. Í blaðinu fjalla formennirnir um stöðuna í kjaramálunum og aðgerðir framundan. Þar má einnig finna alla dagskrá Gott að vita námskeiðanna en skráning á þau hefst 3. febrúar næstkomandi kl. 17:00.