31. janúar 2020
Heimsókn heilbrigðisritara
Nemendur sem læra til heilbrigðisritara í Fjölbrautaskólanum í Ármúla komu í heimsókn í dag á skrifstofu Sameykis til að fræðast aðeins um hlutverk stéttarfélaga og flækjur vinnumarkaðarins. Það var Kristrún Sigurðardóttir kennari og kennslustjóri heilbrigðisgreina sem kom með þeim. Nemendur úr námi heilbrigðisritara hafa við árlega til okkar og við fögnum hverju tækifæri til þess að koma boðskap stéttarfélaga á framfæri. Takk fyrir skemmtilega heimsókn.