5. febrúar 2020
Sameyki styður verkfallsaðgerðir Eflingar
![Sameyki styður verkfallsaðgerðir Eflingar - mynd](/library/Myndir/Frettamyndir/2020/efling.jpg?proc=frontPage)
Frá baráttufundi Eflingar í Ráðhúsinu
Stjórn Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu lýsir yfir stuðningi við yfirstandandi verkfallsaðgerðir Eflingar stéttarfélags gagnvart Reykjavíkurborg og sendir starfsmönnum í verkfalli baráttukveðjur. Um leið hvetjum við félagsmenn innan Sameykis að ganga ekki í störf félagsmanna Eflingar í verkfalli.