12. febrúar 2020
Trúnaðarmannaráð samþykkir atkvæðagreiðslu um verkfall
Fjölmennur fundur Trúnaðarmannaráðs Sameykis samþykkti rétt í þessu að hefja atkvæðagreiðslu um verkfall. Verkfallsaðgerðir myndu ná til þeirra félagsmanna sem starfa undir kjarasamningum ríkis, Reykjavíkurborgar, Akraneskaupstaðar, Seltjarnarnesbæjar og Hjúkrunar- og dvalarheimilisins Höfða, alls um átta þúsund manns. Atkvæðagreiðslan verður rafræn og mun standa frá mánudeginum 17. febrúar til og með miðvikudeginum 19. febrúar.