19. febrúar 2020
Síðasti dagur atkvæðagreiðslunnar
Starfsfólk Sýslumannsembættisins á Blönduóski gaf sér tíma til þess að setjast niður í "kosningakaffi".
Nú á síðasta degi atkvæðagreiðslunnar er staðan nokkuð góð. Stór hluti okkar félagsmanna hefur greitt atkvæði og mikil stemning er víða á vinnustöðum. Við höfum fengið myndir af kosningakaffi á norðurlandi og trúnaðarmennirnir okkar hafa víða farið á milli vinnustöðva til að hvetja fólk og aðstoða það við að leita sér upplýsinga. Við stefnum auðvitað á enn betri þátttöku enda enn þó nokkrir klukkutímar þar til atkvæðagreiðslu lýkur. Við hvetjum alla þá sem eiga eftir að greiða atkvæði að gera það sem fyrst. Atkvæðagreiðslan er opin til kl. 20:00 í kvöld en fara þarf í Mínar síður til að greiða atkvæði. Niðurstöður verða birtar fyrir hádegi á morgun.
Úrvinnsla atkvæðagreiðslunnar er nokkuð flókin í framkvæmd því hún nær til margra samninga og félagsfólk okkar er mjög dreift. Þess vegna er enn ánægjulegra að sjá hversu virkir félagsmenn okkar eru þegar kemur að því að taka afstöðu. Við minnum á upplýsingasíðuna okkar sem er bæði á íslensku og ensku.