Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

20. febrúar 2020

Verkfallsboðun Sameykis samþykkt með afgerandi hætti

Verkfallsboðun félagsmanna Sameykis gagnvart ríki, Reykjavíkurborg, Seltjarnarnesbæ, Akraneskaupstað og Höfða hjúkrunar- og dvalarheimili var samþykkt með miklum meirihluta í atkvæðagreiðslu sem lauk í gærkvöld. Kjörsókn var mjög góð og var allt að 87% hjá ákveðnum hópum. Úrvinnsla atkvæðagreiðslunnar var nokkuð flókin í framkvæmd þar sem hún náði til samninga við fjóra viðsemjendur og greidd voru atkvæði annars vegar um tímabundna vinnustöðvun hjá öllum félagsmönnum á viðkomandi samningum og hins vegar ótímabundna vinnustöðvun hjá ákveðnum stofnunum.

Niðurstöður voru sem hér segir:
Reykjavík tímabundin vinnustöðvun – 89,5% sögðu já
Reykjavík ótímabundin vinnustöðvun – 88,2% sögðu já
Ríkið tímabundin vinnustöðvun – 85% sögðu já
Ríkið ótímabundin vinnustöðvun – 79,8% sögðu já
Seltjarnarnesbær tímabundin vinnustöðvun - 89,3% sögðu já
Seltjarnarnesbær ótímabundin vinnustöðvun – 93,1% sögðu já
Akraneskaupstaður ótímabundin vinnustöðvun – 85% sögðu já
Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili tímabundin vinnustöðvun – 88,4% sögðu já

Vinnustöðvun átta þúsund opinberra starfsmanna hefst 9. mars næstkomandi
Vinnustöðvun hefst þann 9. mars og nær til um 8000 starfsmanna hjá ríki, Reykjavíkurborg, Seltjarnarnesbæ, Akraneskaupstað og Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis sem leggja niður störf í tvo sólarhringa 9. og 10. mars. Félagsmenn hjá eftirfarandi stofnunum halda hins vegar strax áfram í ótímabundnu verkfalli; Skattinum (áður Ríkisskattstjóra og Tollstjóra), Sýslumannsembættunum, Frístundaheimilum Reykjavíkurborgar, Grunnskólum Reykjavíkurborgar, Þjónustu- og nýsköpunarsviði Reykjavíkurborgar, Akraneskaupstað, skólaskjóli/frístundamiðstöð Seltjarnarnesbæjar, grunn- og leikskólum Seltjarnarnesbæjar og mötuneyti Mýrarhúsaskóla.

Næsta tímabundna allsherjarvinnustöðvun verður hjá öllum félagsmönnum ríkis, Reykjavíkurborgar, Seltjarnarnesbæjar og Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis í tvo sólarhringa 17. og 18. mars og síðan í einn sólarhring þriðjudaginn 24. mars og fimmtudaginn 26. mars og að lokum í tvo sólarhringa 31. mars og 1. apríl áður en ótímabundið allsherjarverkfall hefst síðan miðvikudaginn 15. apríl þar til samið verður.

 

Upplýsingasíða um verkfall