6. mars 2020
Orlofsblaðið í pósti
Orlofsblaði Sameykis er komið í póst til félagsmanna. Í blaðinu eru kynntir allir þeir orlofskostir sem standa félagsmönnum til boða og leiðbeiningar fyrir þá sem vilja bóka hús eða sækja um sumarúthlutun. Frestur til að sækja um orlofshús í sumar innanlands er til og með 26. mars.
Við vonum að sem flestir félagsmenn geti fundið sér eitthvað spennandi í blaðinu. Í því er einnig blásið til ljósmyndaleiks með veglegum verðlaunum.