6. mars 2020
Undanþágur veittar Landspítala og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
Undanþágunefndum Sameykis stéttarfélag í almannaþjónustu og Sjúkraliðafélags Íslands barst beiðni í dag frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Landspíta vegna fordæmalausra aðstæðna sem nú er uppi vegna COVID-19 veirunnar og aukinni útbreiðslu hennar sem hefur leitt til þess að Almannavarnarnefnd hefur lýst yfir neyðarstigi.
Undanþágunefndir félaganna hafa fallist á beiðni Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Landspítala um undanþágu allra starfsmanna vegna verkfalls félagsmanna dagana 9. og 10. mars 2020. Enn eru tveir dagar til stefnu þar til verkfall hefst og við hvetjum viðsemjendur til þess að ganga sem allra fyrst til samninga.