9. mars 2020
Samið við ríkið
Nú þegar um fimm klukkustundir eru liðnar af verkfalli Sameykis gagnvart ríkinu undirrituðu samningsaðilar kjarasamning sín á milli. Með undirskriftinni er verkfalli félagsmanna sem starfa hjá ríki aflýst.
Nóttin hefur verið afar viðburðarík en um miðnættið var undirritaður samningur við Samband íslenskra sveitarfélaga og nú hefur félagið einnig skrifað undir hjá ríki og Reykjavíkurborg eins og áður sagði. Verkfalli Sameykis við alla viðsemjendur hefur því verið aflýst.
Samningarnir verða kynntir félagsfólki á næstu dögum og bornir undir atkvæði.