9. mars 2020
Samningur við Samband íslenskra sveitarfélaga undirritaður
Myndin var tekin af ljósmyndara Vísi nú rétt um miðnættið
Undirritaðir hafa verið samningar við Samband íslenskra sveitarfélaga rétt í þessu. Það þýðir að verkfalli félagsmanna Sameykis hjá Akraneskaupstað, Höfða hjúkrunar- og dvalarheimili og Seltjarnarnesbæ hefur verið afstýrt. Samningur verður kynntur félagsmönnum á næstu dögum og borinn undir atkvæði.