Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

12. mars 2020

Kjarasamningar kynntir

Nýundirritaðir kjarasamningar voru kynntir trúnaðarmönnum í dag. Kynningin var með heldur nýstárlegu sniði þar sem salurinn var tómur en um tvöhundruð trúnaðarmenn fylgdust með í gegnum gagnvirkan fjarfund.

Verið er að útbúa ítarlega kynningu á kjarasamningum í formi glærupakka og myndbanda sem send verða félagsmönnum á mánudag. Þar mun einnig koma fram dagsetningar kynningafunda  á netinu fyrir félagsmenn og auðvitað nákvæmar upplýsingar um atkvæðagreiðsluna framundan. 

Kynningarfundur um kjarasamning fyrir félagsmenn sem starfa hjá ríkinu haldinn  á Icelandair hotel Akureyri - 13. mars kl. 8:30-10:00.

 

Kynningarfundur í beinni á netinu um kjarasamning fyrir félagsmenn sem starfa hjá ríkinu (tengill verður á vefsíðu Sameykis og facebook þegar þar að kemur)

Miðvikudaginn 18. mars kl.16:00-17:00

Fimmtudaginn 19. mars kl. 9:00-10:00

   

Kynningarfundur í beinni á netinu um kjarasamning fyrir félagsmenn sem starfa hjá Reykjavíkurborg (tengill verður á vefsíðu Sameykis og facebook þegar þar að kemur)

Mánudaginn 16 mars kl. 16:30-17:30
Miðvikudaginn 18 mars kl. 8:30-9:30

 

Kynningarfundur í beinni á netinu um kjarasamning fyrir félagsmenn sem starfa hjá sveitarfélögunum (tengill verður á vefsíðu Sameykis og facebook þegar þar að kemur)

Þriðjudaginn 17. mars kl. 16:30-17:30