16. mars 2020
Kynning á kjarasamningi Reykjavíkurborgar og Sameykis
Tveir kynningarfundir fyrir félagsmenn sem starfa hjá Reykjavíkurborg hafa verið skipulagðir. Vegna COVID-19 eru fundirnir sendir út í gegnum Zoom fjarfundakerfi og komast 500 manns á hvern fund. En hægt er að bæta við fundi ef eftirspurnin er meiri. Boðið verður upp á enska textun á kynningunni í dag.
Fundur 1:
Mánudaginn 16. mars kl. 16:30-17:30,
smelltu hér til að komast inn á beina útsendingu.
Fundur 2:
Miðvikudaginn 18. mars kl. 8:30-9:30,
smelltu hér til að komast inn á beina útsendingu.
Atkvæðagreiðsla um kjarasamning Reykjavíkurborgar og Sameykis verður rafræn í gegnum Mínar síður og hefst kl. 9 fimmtudaginn 19. mars og lýkur kl. 12 þriðjudaginn 24. mars.
Kynningarfundur í beinni á netinu um kjarasamning fyrir félagsmenn sem starfa hjá:
- sveitarfélögunum þriðjudaginn 17. mars kl. 16:30-17:30
- ríkinu miðvikudaginn 18. mars kl.16:00-17:00 og fimmtudaginn 19. mars kl. 9:00-10:00
Tenglar á þessa fundir verða birtir þegar þar að kemur.