23. mars 2020
Aðalfundi Sameykis frestað
Aðalfundi Sameykis sem vera átti þann 31. mars næstkomandi verður frestað um óákveðinn tíma samkvæmt ákvörðun stjórnar Sameykis. Ástæðan er samkomubann og hið erfiða ástand vegna Covid-19 veirunnar sem nú herjar á okkur. Nýr aðalfundur verður haldinn um leið og hægt er og verður þá að sjálfsögðu auglýstur með lögformlegum leiðum.