23. mars 2020
Orlofshús ekki leigð út fyrir sóttkví
Í ljósi aðstæðna vegna COVID-19 sýkingar þá skal tekið fram að orlofshús og íbúðir félagsins eru ekki til leigu fyrir sóttkví. Einnig viljum við benda á finni einstaklingar til einkenna svo sem hita, hósta, bein- og vöðvaverkja eða þreytu að fara ekki í bústað. Hafið heldur samband við skrifstofu og verður leiga endurgreidd í ljósi aðstæðna.
Þeir sem leigja orlofshús eða íbúðir er bent á að gæta sérstakslega að þrifum og hreinlæti.
Þá hefur verið ákveðið að leiga á orlofshúsunum og íbúðum verði aðeins í boði um helgar þ.e. frá föstudegi til sunnudags meðan ástand þetta varir