24. mars 2020
Tilboð óskast í sumarhús til brottflutnings - Akrakot
Til sölu er orlofshús til brottflutnings. Húsið er Í Reykjaskógi í Biskupstungum og er svokallað A-hús með lágum veggjum á langhlið og bröttu þaki. Húsið stendur á steyptum súlum og er byggt árið 1982. Það er er 58 fm að gólffleti, við það á palli stendur skýli sem er 8,5 fm. Húsið skiptist í stofu, borðstofu og eldhús í sama rými. Þá eru tvö svefnherbergi í húsinu ásamt svefnlofti yfir herbergjum. Hluti af húsi er viðbygging en í henni er bað og forstofa. Húsið skal fjarlægt í síðasta lagi 30. apríl næstkomandi og skal kaupandi gera það á sinn kostnað.
Tilboðum skal skila til skrifstofu Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu, Grettisgötu 89, 105 Reykjavík fyrir kl. 14,00, 3. apríl 2020. Frekari fyrirspurnir skulu sendar á asaclausen@sameyki.is Áskilin er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.