30. mars 2020
Afgreiðsla verkfallsbóta
Aðfaranótt 9. mars var skrifað undir kjarasamninga við ríkið, Reykajvíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga og þar með var fyrirhuguðu verkfalli aflýst. Einhverjir félagsmenn áttu að vera á nætuvakt þessa nótt og gætu því átt rétt á verkfallsbótum ef dregið verður af launum þeirra vegna verkfalls.
Ef þú ert einn af þeim þá skaltu senda tölvupóst á sameyki@sameyki.is þar sem þú gefur upp:
- nafn
- kennitölu
- gsm númer
- netfang
- vinnustað
- bankaupplýsingar: bankanúmer-höfuðbók-reikningsnúmer