30. mars 2020
Fyrirlestrar og fræðsla á vefnum
Sameyki í samstarfi við Framvegis miðstöð um símenntun býður félagsmönnum upp á fræðslufyrirlestra í beinni útsendingu þeim að kostnaðarlausu. Netfyrirlestrum verður streymt og komast 100 manns á hvern. Fyrirlestrarnir eru Heilbrigði fyrir alla - alltaf með Alberti Eiríkssyni og Elísabetu Reynisdóttur, Bjarni Karlsson ætlar að fjalla um Listina að halda sönsum, Erfiðar aðstæður - jafnvægi á óvissutímum með Elínu Kristínu Guðmundsdóttur og Matur og gleði með Berglindi Guðmundsdóttur.
Allar upplýsingar um fyrirlestra er hægt að finna á slóðinni:
www.sameyki.is/fraedsla/gott-ad-vita-namskeid/