30. mars 2020
Kjarasamningur við ríkið samþykktur
Kjarasamningur Sameykis við ríkið var samþykktur í atkvæðagreiðslu sem lauk nú um hádegið. Já sögðu rúm 78% en nei rétt rúm 18%. Rúm þrjú prósent tóku ekki afstöðu. Þátttaka í atkvæðagreiðslunni var tæplega 44%.