Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

2. apríl 2020

Verum heima um páskana

Á fundi Almannavarna þriðjudaginn 31. mars komu fram skýr tillmæli um að landsmenn héldu sig heima við um páskana og færi ekki í orlofshús þar sem það skapaði aukna hættu á smitdreifingu auk mögulegs álags á heilbrigðisstofnanir.

Stjórn Sameykis og stjórn orlofssjóðs vilja vekja athygli á þessum tilmælunum og þá til þeirra sem þegar hafa fengið úthlutað orlofshús hjá félaginu um páskana. Félagið mun endurgreiða að fullu leiguverðið og að sjálfsögðu verða ekki dregnir frá orlofspunktar vegna þessara úthlutunar. Félagið óskar að öðru leyti öllum gleðilegra páska og minnir á að það koma  aftur páskar.