7. apríl 2020
Aðgerðir vegna Covid-19
BSRB hefur tekið saman yfirlit yfir helstu aðgerðir stjórnvalda og annarra vegna COVID-19 faraldursins. Tilgangurinn er sá að gera aðildarfélögum og félagsmönnum þeirra auðveldara fyrir að hafa yfirsýn yfir þær aðgerðir sem gripið hefur verið til og tryggja réttindi launafólks.
Yfirlitið er aðgengilegt á vef BSRB og verður uppfært eftir því sem tilefni gefst til. Þá hefur einnig verið tekinn saman ítarlegan lista af spurningum og svörum um réttindi launafólks í heimsfaraldrinum.