22. apríl 2020
Trúnaðarmannaráðsfundur í fjarfundi
Myndin er úr myndasafni félagsins.
Það var heldur óvanalegur fundur hjá trúnaðarmönnum í gær, en fundurinn var haldinn með hjálp fjarfundabúnaðar. Umfjöllunarefni fundarins var meðal annars ástandið á tímum COVID-19. Árni Stefán formaður fjallaði um félagsmálin á þessum nýju og breyttu tímum, en þar kom meðal annars fram að ákveðið hefur verið að fresta Stofnun ársins fram á haust o.fl. Þá flutti Haukur Ingi Jónasson lektor og sálgreinir, erindi um þá hlið á Covid sem snýr að hinu andlegu. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hagfræðingur BSRB fjallaði hins vegar um hlið efnahagsmálanna og sérstaklega þær efnahagsaðgerðir sem gripið hefur verið til vegna Covid-19 gagnvart launafólki og áherslur BSRB í tengslum við það.
Að lokum fóru formennirnir Árni Stefán og Garðar yfir stöðuna í kjarasamningsviðræðum en enn á eftir að ljúka nokkrum samningum hjá Sameyki. Í síðustu viku voru samningar við Isavia samþykktir og síðar í dag kemur í ljós hvort Orkuveitustarfsmann samþykkja sinn samning.