29. apríl 2020
Gistimiðar Íslandshótel - Fosshótel
Ákveðið hefur verið að breyta fyrirkomulagi um gistimiða á Foss- og Íslandshótelin á þann veg að í stað þess að þurfa að greiða tvo gistimiða fyrir nóttina þarf nú einungis að greiða einn. Þetta þýðir mun betri kjör fyrir félagsfólk okkar. Hægt er að kaupa miðana á orlofsvef félagsins.
Gistimiði gildir fyrir standard tveggja manna herbergi með morgunverði í eina nótt.
Uppfærsla á fjögurra stjörnu Grand Hótel Reykjavík og Fosshótel Glacier Lagoon verður 5.000 kr. fyrir hverja nótt.
Með fyrirvara um breytingar verða eftirtalin hótel opin í sumar:
Grand Hótel Reykjavík
Fosshótel Glacier Lagoon
Fosshótel Austfirðir
Fosshótel Húsavík
Fosshótel Vestfirðir
Fosshótel Stykkishólmur
Fosshótel Reykholt