Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

30. apríl 2020

Stefnt að nýju námi fyrir félagsliða haustið 2020

Ákveðið hefur verið að breyta námslokum félagsliða til að koma til móts við þær auknu kröfur sem gerðar eru til félagsliða að veita félagslegan stuðning innan velferðar- og heilbrigðisþjónustu, á öldrunarheimilum og við endurhæfingu í heimahúsum. Nám félagsliða verður því fært af 2. þrepi íslensks hæfniramma um menntun yfir á 3. þrep.
Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins en þar haft eftir Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra að með nýju námi er stefnt að því að félagsliðar axli meiri ábyrgð á stjórnun, framkvæmd og eftirliti með félagslegri umönnun og geti miðlað flóknari upplýsingum til fjölbreyttari hópa. Ávinningur þessa sé aukin fagmennska og hæfni stéttarinnar til að veita félagslegan stuðning til ólíkra hópa um leið og skýrleiki námsleiðarinnar er aukinn með tilliti til tengsla við önnur skólastig, gæði og stíganda í námi.

Sjá nánar á vef stjórnarráðsins