Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

15. maí 2020

Er Háskólagátt eitthvað fyrir þig?

Háskólinn á Bifröst býður upp á nám í Háskólagátt. Námið á að koma til móts við þá sem hafa ekki náð að fóta sig í hefðbundu námsumhverfi framhaldsskólanna, hafa ekki lokið stúdentsprófi en vilja undirbúa sig fyrir háskólanám eða styrkja stöðu sína á vinnumarkaði.

Nám í Háskólagátt er 62-80 f-ein nám sem tekur tvær til fjórar annir og hefst öllu jafna á haustin, þó hafa nemendur verið teknir á vorönn og nú einnig á sumarönn, enn er hægt að kanna með laus pláss fyrir sumarið. Umsóknafrestur um nám á haustönn er til 15. júní.

Nemendur Háskólagáttar þurfa að vera orðnir eldri en 23 ára og hafa lokið að jafnaði 118-140 framhaldsskólaeiningum eða sýnt fram á sambærilega þekkingu, leikni og hæfni. Uppfylli umsækjandi ekki inntökuskilyrði en býr yfir töluverðri starfsreynslu gefst honum kostur á að leggja fram niðurstöður raunfærnimats sem metur jafngilda reynslu og menntun.

Hægt er að skoða rétt sinn til fræðslustyrks inni á Mínum síðum, en innritunargjald hefur verið styrkt í gegnum starfsmenntunarsjóð. 

Frekari upplýsingar er hægt að nálgast hér heimasíðu Háskólans á Bifröst og með því að senda tölvupóst á haskolagatt@bifrost.is. Umsjón með námi í Háskólagátt hefur Dagný Kristinsdóttir