15. maí 2020
Nýr vinnuréttarvefur BSRB
![Nýr vinnuréttarvefur BSRB - mynd](/library/Myndir/Frettamyndir/2020/1588943484_mannfjoldi-3%20mynd%20bsrb.jpg?proc=frontPage)
BSRB hefur opnað glæsilegan vinnuréttarvef. Vinnuréttarvefur BSRB hefur að geyma upplýsingar um réttindi og skyldur starfsmanna á opinbera og almenna vinnumarkaðnum auk ýmissa annarra upplýsinga sem varða vinnumarkaðinn. Með nýjum vinnuréttarvef verður almennum félagsmönnum gert auðveldara fyrir að átta sig á eigin réttindum. Þá mun hann einnig nýtast starfsmönnum aðildarfélaga bandalagsins vel sem uppflettirit um réttindi þeirra félagsmanna. Vefinn má einnig nálgast á vef Sameykis en hann verður í þróun áfram og verður nýju efni bætt við og eldra uppfært eftir því sem þörf krefur.