Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

19. maí 2020

Nýjar íbúðir Bjargs í Vogabyggð

Í dag tók Árni Stefán formaður Sameykis skóflustungu ásamt borgarstjóra og fleira góðu fólki. Skóflustungan var tekin í tilefni þess að nú er verið að hefja byggingu á 74 leiguíbúðum sem Bjarg, byggingarfélag ASÍ og BSRB mun reisa. Íbúðirnar verða í nýju hverfi við Elliðaárvoginn, Vogabyggð. Íbúðirnar verða afhentar á tveimur dagsetningum og áætlað er að fyrri afhending sé haust 2021 og sú seinni í byrjun árs 2022. Gæludýrahald verður leyft í hluta íbúðanna og sækja þarf um sérstaklega ef óskað er eftir íbúð þar sem gæludýr eru leyfð.