Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

19. maí 2020

Trúnaðarmannaráðsfundur í netheimum

Rétt í þessu lauk trúnaðarmannaráðsfundi Sameykis. Fundurinn sem var vel sóttur var haldinn í netheimur með aðstoð Zoom forritsins. Á honum fór Árni Stefán formaður yfir stöðu mála varðandi kjarasamninga og styttingu vinnuvikunnar og þá vinnu sem framundan er. En nú á næstu mánuðum bíður okkar mikil vinna við að útfæra styttinguna á vinnustöðunum í samstarfi við stjórnendur. Sameyki mun standa fyrir sérstakri fræðslu fyrir trúnaðarmenn síðsumars eða snemma í haust til þess að þeir séu sem best undirbúnir.

Dagný Aradóttir Pind lögfræðingur BSRB kynnti tillögur BSRB í menntamálum í kjölfar COVID-19 faraldursins. Í tillögunum er meðal annars lagt til að unnin verði færnispá, múrar milli skólastiga verði brotnir niður og upplýsingagjöf verði aukin með miðlægum upplýsingavef.

Sigríður Ingibjörg hagfræðingur BSRB fjallaði því næst um tillögur bandalagsins í efnahagsmálum. Hún sagði frá því að í dag væri 17% atvinnuleysi á landsvísu en um 565 félagar innan BSRB væru á atvinnuleysisskrá að hluta til eða öllu. Meiri hluti þeirra eru konur. Hún sagði það ekki stóran hóp miðal við heildina en skýringin væri sú að okkar hópur er sá sem heldur uppi grunnþjónustu samfélagsins og hefur sinnt sínum störfum undir miklu álagi síðustu vikur og mánuði.

Á fundinum kom einnig fram að aðalfundur félagsins verður haldinn 17. september kl. 17:00. En honum var eins og kunnugt er frestað vegna Covid-19. Á undan aðalfundi verður Fulltrúaráðsfundur.