22. maí 2020
Orlofsávísanir í boði út maí!
Ljósm. David Cantelli
Ákveðið hefur verið að framlengja frestinn til þess að sækja um orlofsávísanir fram til mánaðarmóta maí/júní. Einungis þeir sem ekki hafa fengið úthlutað orlofshúsi í sumar eða hafa bókað hús á tímabilinu geta sótt um ávísanirnar. Félagsmaður sem fær úthlutað orlofsávísun framvísar kvittunum eftir að ferð/afþreyingu/gistingu að eigin vali er lokið og fær andvirði orlofsávísunar greitt inn á bankareikning sinn gegn framvísun gildra kvittana. Hægt er að sækja um orlofsávísanir á Orlofsvef.
Orlofsávísanir gilda fyrir:
- Gistingu utan orlofskerfis, þ.e. hótel, gistihús, tjaldstæði o.s.frv.
- Leigu fyrir hjólhýsi, fellihýsi eða tjaldvagna.
- Skoðunarferðir, t.d. hvalaskoðun, fuglaskoðun o.þ.h.
- Skipulagðar gönguferðir með viðurkenndum ferðaþjónustuaðilum eða félögum, utan þeirra ferða sem félagið býður upp á.
- Skipulagðar hópferðir, hestaferðir, siglingar, veiðileyfi o.s.frv.
Ekki er hægt að framvísa kvittunum fyrir matarútgjöldum, bensíni og/ eða almennum ferðakostnaði, svo sem fargjaldi í flugi, rútu eða með ferju, nema það sé hluti af skipulagðri hópferð.
Ekki er hægt að framvísa kvittunum fyrir þjónustu sem Sameyki eða önnur stéttarfélög bjóða sínum félögum, jafnvel þó það falli undir eitthvað af ofangreindu.