26. maí 2020
Orlofsuppbót greidd um mánaðarmót
Ljósm. Micheila Henderson
Næstkomandi mánaðarmót eiga félagsmenn sem eru í starfi allt orlofsárið þ.e. 1. maí til 30. apríl. að fá greidda orlofsuppbót. Hafi viðkomandi verið í hlutastarfi eða starfað hluta ársins fær hann greidda orlofsuppbót í samræmi við starfshlutfall eða starfstíma. Hafi starfsmaður látið af störfum á orlofsárinu vegna aldurs eða eftir a.m.k. 3ja mánaða (13 vikna) samfellt starfs á orlofsárinu skal hann fá greidda orlofsuppbót hlutfallslega miðað við unninn tíma og starfshlutfall. Sama gildir ef starfsmaður var frá störfum vegna veikinda eftir að greiðsluskyldu vinnuveitanda lýkur eða vegna fæðingarorlofs allt að 6 mánuðum.
Orlofsupphæðirnar eru misháar eftir kjarasamningum:
Ef ekki er búið að semja þá er samkvæmt hefð greidd sama orlofsupphæð og á síðasta ári. Viðbótin kæmi síðan þegar samið hefur verið.