8. júní 2020
Lokað fyrir umsóknir um orlofsávísanir
Þessi skemmtilega mynd var send í ljósmyndsamkeppni Blaðs stéttarfélagnna 2010
Margir nýttu sér framlengt tilboð okkar um orlofsávísun og er nú búið að loka fyrir umsóknir. Mun fleiri umsóknir bárust en búist var við og er enn verið að vinna úr þeim. Þá er rétt að vekja athygli á því að síðar í mánuðinum munum við koma með ný tilboð um hótelgistingar inn á orlofsvefinn. Við munum auglýsa það vel þegar það er tilbúið.