Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

11. júní 2020

Aðalfundur félagsliða

Aðalfundur félags íslenskra félagsliða var haldinn 28. maí 2020. Sigurbjörg Sara Róbertsdóttir formaður félagsins var endurkjörin og einu breytingarnar í stjórninni voru að Sigurður Óskar Sigurðsson kom nýr í stjórnina í stað Ólafar Sigurðardóttur.

Stjórnina skipa Sigurbjörg Sara Róbertsdóttir formaður, Kolbrún Björnsdóttir varaformaður, Kristbjörg Óladóttir gjaldkeri, Matthildur Ómarsdóttir ritari, Sveinn Pálsson meðstjórnandi og Sigurður Óskar Sigurðsson meðstjórnandi. Guðrún Geirsdóttir er varamaður. Þórkatla Þórisdóttir kennari og fyrrum kennslustjóri þjónustubrautar Borgarholtsskóla var heiðruð fyrir áralanga baráttu hennar fyrir félagsliðanáminu og stöðu félagsliða.

  • Fréttamyd