12. júní 2020
Aðalfundur heilbrigðisritara
Aðalfundur félags heilbrigðisritara var haldinn miðvikudaginn 10. júní. Fram kom í skýrslu stjórnar að áfram var unnið ötullega í því baráttumáli heilbrigðisritara að fá löggildingu á starfsheitið.
Fríða Kristbjörg Steinarsdóttir formaður félagsins gaf ekki kost á sér til endurkjörs og var Braghildur Sif Matthíasdóttir einróma kosin formaður. Í stjórnina bættist Brynja Bjarnason.
Stjórnina skipa; Fönn Eyþórsdóttir meðstjórnandi, Sara Rún Róbertsdóttir ritari, Unnur Harpa Hreinsdóttir gjaldkeri , Brynja Bjarnason meðstjórnandi og Braghildur Sif Matthíasdóttir formaður.
Heiðursfélagi var valin Guðríður Guðbjartsdóttir fyrir öflugt og óeigingjarnt starf í þágu félagsins.