22. júní 2020
Ljósmyndaleikur Sameykis í sumar
Við höfum blásið til ljósmyndaleiks meðal félagsmanna Sameykis sem nýta sér orlofshúsin okkar eða aðra orlofskosti. Sendið okkur mynd eða myndir sem teknar eru í eða við orlofshús félagsins innanlands og á Spáni. Myndirnar þurfa ekki að vera teknar í sumar. Við veljum þrjár skemmtilegustu myndirnar eða myndaseríurnar og ljósmyndarinn fær veglegan vinning. Myndirnar þurfa að sýna orlofshúsin okkar eða umhverfi þeirra á þann hátt að hún heilli dómnefndina upp úr skónum eða sýna fólk að nýta sér aðra orlofskosti s.s. veiði- eða útilegukortið.
Í dómnefndinni sitja þrír fulltrúar, tveir frá félaginu og fagaðili um ljósmyndir. Dómnefndin mun ekki hafa aðgang að upplýsingum um höfund eða uppruna myndanna. Sameyki áskilur sér rétt til að nota allar myndir sem berast í útgáfu og kynningarefni.
Vinningarnir eru helgardvalir í orlofshúsum félagsins innanlands að eigin vali (utan úthlutunartíma). Skilafrestur ljósmyndanna er til 10. ágúst 2020.
Ljósmyndum má skila hvort sem er rafrænt eða á pappír. Ljósmyndir á rafrænu formi skal senda á solveig@sameyki. is en myndir á pappír skal senda í pósti til Sameykis, Grettisgötu 89, 105 Reykjavík og merkja „ljósmyndasamleikur“. Nánari upplýsingar veitir Sólveig Jónasdóttir í síma 525- 8353, solveig@sameyki.is.
Sameykis sem nýta sér orlofshúsin okkar eða aðra orlofskosti. Sendið okkur mynd eða myndir sem teknar eru í eða við orlofshús félagsins innanlands og á Spáni. Myndirnar þurfa ekki endilega að vera teknar í sumar. Við veljum þrjár skemmtilegustu myndirnar eða myndaseríurnar og ljósmyndarinn fær veglegan vinning. Myndirnar þurfa að sýna orlofshúsin okkar eða umhverfi þeirra á þann hátt að hún heilli dómnefndina upp úr skónum eða sýna fólk að nýta sér aðra orlofskosti s.s. veiði- eða útilegukortið.