24. júní 2020
Af ferðaávísunum
Nú hefur salan á nýju ferðaávísuninni farið vel af stað og margir farnir að nýta sér þau frábæru tilboð sem þar eru. Við biðjum hins vegar afsökunar á því að vefurinn var settur upp afar hratt og eins og gengur hafa nokkrir agnúar verið að koma í ljós. Við höfum í samstarfi við umsjónarmenn orlofsvefsins og ferðaávísunarinnar verið að taka við athugasemdum síðustu daga og reynt að laga jafnóðum. Við biðjum alla sem lenda í einhverjum vandræðum að hafa samband við okkur í síma 5258330 eða gegnum sameyki@sameyki.is
Í næstu viku mun bætast við vef ferðaávísunarinnar færslulisti þar sem fólk geta haft yfirlit yfir hvað það hefur keypt og hvar notað, en verið er að ljúka við að gera hann ásamt því að gera viðmótið skýrara.
Við hvetjum félagsmenn til þess að kynna sér ferðaávísunina hér á orlofsvefnum.