13. júlí 2020
Ljósmyndasamkeppni sumarsins!
![Ljósmyndasamkeppni sumarsins! - mynd](/library/Myndir/Frettamyndir/2020/20190717_105656.jpg?proc=frontPage)
Vissir þú að við höfum blásið til ljósmyndaleiks meðal félagsmanna Sameykis sem nýta sér orlofshúsin okkar eða aðra orlofskosti? Sendið okkur mynd eða myndir sem teknar eru í eða við orlofshús félagsins innanlands og á Spáni. Myndirnar þurfa ekki að vera teknar í sumar. Við veljum þrjár skemmtilegustu myndirnar eða myndaseríurnar og ljósmyndarinn fær veglegan vinning. Myndirnar þurfa að sýna orlofshúsin okkar eða umhverfi þeirra á þann hátt að hún heilli dómnefndina upp úr skónum eða sýna fólk að nýta sér aðra orlofskosti s.s. ferðaávísuna, veiði- eða útilegukortið.
Vinningarnir eru helgardvalir í orlofshúsum félagsins innanlands að eigin vali (utan úthlutunartíma). Skilafrestur ljósmyndanna er til 10. ágúst 2020. Ljósmyndum má skila hvort sem er rafrænt eða á pappír. Ljósmyndir á rafrænu formi skal senda á solveig@sameyki. is en myndir á pappír skal senda í pósti til Sameykis, Grettisgötu 89, 105 Reykjavík og merkja „ljósmyndasamleikur“. Nánari upplýsingar veitir Sólveig Jónasdóttir í síma 525- 8353, solveig@sameyki.is.