Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

1. september 2020

Námsstofur um styttingu vinnuvikunnar

Rétt í þessu var fyrsta námsstofa Sameykis um styttingu vinnuvikunnar að hefjast á Grettisgötunni. Um er að ræða fræðslu fyrir trúnaðarmenn um framkvæmd styttingarinnar, enda má eiga von á því að vinnan við styttinguna lendi á þeim að einhverju leyti. Námsstofunni er ætlað að búa trúnaðarmennina okkar betur undir þá vinnu. Á námsstofunni í dag voru 18 manns í salnum og 3 í fjarfundi en þessi námsstofa var sérstaklega ætluð trúnaðarmönnum sem starfa í skrifstofuvinnu á dagvinnutíma. Áætlað er að halda um 12 námsstofur í allt. Það er langt síðan trúnaðarmenn hafa komið í hús og ekki laust við að það sé ákveðin eftirvænting  í loftinu. Það skal tekið fram að allra sóttvarna er gætt, fjarlægð milli fólks góð og nóg af spritti, grímum og hönskum.

  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd