Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

16. september 2020

Vinningshafar í ljósmyndaleik

Blaðið blés til ljósmyndasamkeppni í sumar og bárust okkur fjölmargar skemmtilegar myndir að því tilefni. Myndirnar áttu að sýna orlofshúsin okkar eða umhverfi þeirra eða sýna fólk nýta sér aðra orlofskosti s.s. veiði- eða útilegukortið. Vinningsmyndirnar eru allar gullfallegar og lýsa skemmtilegum augnablikum hver á sinn hátt. Það er samt skemmtileg tilviljun að flestar verðlaunamyndirnar voru teknar á Eiðum. Haft hefur verið samband við vinningshafa og munu þeir fá að launum helgardvöl í orlofshúsum félagsins innanlands að eigin vali (utan
úthlutunartíma.)

1. sæti – Þröstur Sigurðsson. Þessi skemmtilega mynd af Þresti sjálfum í árabát var er tekin þegar fjölskyldan dvaldi í orlofshúsi félagsins á Eiðum í júní síðastliðnum í góðu yfirlæti og veiddi meðal annars fisk á grillið. 

2. sæti – Dagný Ásta. Í öðru sætinu lenti myndasería frá Dagný Ástu sem einnig var tekin á Eiðum þar sem fjölskyldan var við veiðar. 

3. sæti – Monika Kalucka. Þessi fallega mynd var einnig tekin við Eiðar.

Aukaverðlaun fær hins vegar mynd Maríu Bjargar Gunnarsdóttur, sem hún nefndir „Gullmolar við þjóðveginn“.  

  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd