17. september 2020
Blað Sameykis á leiðinni til þín!
Blað Sameykis er nú á leiðinni til félagsmanna. Í blaðinu að þessu sinni er allt um Gott að vita námskeiðin okkar, ítarleg grein um stöðu efnahags og atvinnumála, umfjöllun um símennntun og viðtal við félagsmenn sem voru í nýju námi í opinberri stjórnsýslu á Bifröst síðastliðinn vetur, grein eftir Sonju Ýr Þorbergsdóttur formanns BSRB um styttinguna, niðurstöður úr ljósmyndasamkeppninni og margt fleira. Við bendum á að þeir sem vilja frekar lesa blaðið rafrænt geta látið okkur vita og við hættum að senda í pósti. Það geta nefnilega allir lesið blaðið hér.