22. september 2020
Kjarasamningur við SFV undirritaður
Kjarasamningur við SFV var undirritaður í gær. Það voru þeir Árni Stefán Jónsson formaður Sameykis og Tryggvi Friðjónsson formaður samninganefndar SFV sem undirrituðu samninginn. SFV eru Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu og sömdu fyrir eftirfarandi aðila: Alzheimersamtökin, Ás, Eir, Grund, Hamrar, Hrafnista, Mörkin, SÁÁ, Sjálfsbjargarheimilið, Skjól, Sólvangur og Vigdísarholt. Kjarasamninginn má finna hér. Sameyki á um 200 manns félagsmenn innan samtakanna.
Kynningarfundur um kjarasamninginn verður haldinn þriðjudaginn 22. september 2020 kl. 16:00. Atkvæðagreiðsla um samninginn hefst á Mínum síðum kl. 12 sama dag og stendur til 15:00 fimmtudaginn 24. september.