25. september 2020
Endurnýjun orlofshúsa í fullum gangi
Orlofsstjórn Sameykis hefur staðið í ströngu í sumar. Búið er að selja 4 orlofshús til brottflutnings úr Eyrarhlíð Munaðarnesi og verða þau flutt í burtu um miðjan september. Fyrir ári síðan voru seld í burtu þrjú hús sem voru í Stekkjarhólnum Munaðarnesi og hafa nú risið þrjú ný hús í stað þeirra gömlu, verða þau komin í útleigu á næstunn. Þá eru þegar hafnar framkvæmdir við næsta áfanga sem í eru þrjú hús sem verða í Eyrarhlíð og er þegar byrjað á grunni þeirra húsa. Í síðasta áfanganum verða síðan byggð þrjú ný hús í Eyrarhlíð.
Enn standa eftir tvö gömul hús sem munu aðallega verða notuð fyrir verktaka á svæðinu sem aðstöðu meðan á framkvæmdum stendur. Að loknum síðasta áfanga framkvæmdanna munu þau hús verða seld til brottflutnings. Við vekjum athygli á því að öll orlofshús í okkar eigu eru til útleigu allt árið.