Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

1. október 2020

Nýjar leiguíbúðir Bjargs afhentar í Þorlákshöfn

Bjarg leigufélag afhenti 12 nýjar íbúðir í Þorlákshöfn í gær, en fyrsta skóflustungan var tekin í febrúar 2020.  Um er að ræða tvær 4ra herbergja íbúðir, fjórar 3ja herbergja, fimm 2ja herbergja og ein stúdíó íbúð.  Gældýrahald verður leyft í hluta íbúðanna.

Bjarg er leigufélag án hagnaðarsjónarmiða. Það þýðir að íbúðir eru leigðar á kostnaðarverði og leigufjárhæð því ákveðin þannig að rekstur íbúðanna sé sjálfbær, þ.e. að leigusali geti staðið í skilum á þeim greiðslum sem honum ber að greiða á samkvæmt lögum.

Nánari upplýsingar um Bjarg og íbúðirnar í Þorlákshöfn má finna hér.