19. október 2020
Sælir sigurvegarar Stofnunar ársins
Það var líf og fjör hjá okkur á fimmtudag og föstudag í siðustu viku þegar við ókum af stað til að afhenda viðurkenningarnar til Stofnana ársins og hástökkvara 2020. Vegna Covid faraldursins var tilkynnt um Stofnanir ársins í gegnum streymi og því brugðum við á það ráð að færa þeim vinningana heim. Þær stofnanir sem ekki eru á höfuðborgarsvæðinu eiga hins vegar von á sendingu í póstinum.
Á myndunum má sjá starfsfólk Norðingaskóla taka við viðurkenningu, Sjálfsbjargarheimilið, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Skrifstofu velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, Frístundamiðstöðina Tjörnina, Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, Borgarsögusafn Reykjavíkur, Frístundamiðstöðina Ársel, Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar, Menntaskólinn í Garðabæ og Geislavarnir ríkisins.
Auk þessara fyrirmyndarstofanana fengu viðurkenningar: Fjölbrautaskóli Norðurlands Vestra, Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum, Menntaskólinn á Tröllaskaga og Menntaskólinn á Laugarvatni.
Lesa má nánar um niðurstöðurnar á vefnum og í sérriti Sameykis um Stofnun ársins 2020.